miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

,,Bind mestar vonir við alla þangað til annað kemur í ljós"

6. ágúst 2013 kl. 08:36

Hafliði Halldórsson og Sigurður Sæmundsson leituðu í skuggann í morgunhitanum í Berlín

Hafliði Halldórsson er bjartsýnn á gengi Íslands í fjórgangi.

Knaparnir í íslenska landsliðinu eru ekki þeir einu sem eru fullir tilhlökkunar og spennu hér á HM en Hafliði Halldórsson liðstjóri íslenska landsliðsins og hans fólk var á fullu í sinni vinnu í blíðunni í Berlín.

Aðspurður um við hvaða par í íslenska landsliðinu hann byggi mestar vonir við í fjórgangnum sagðist Hafliði binda mestar vonir við alla þangað til leik væri lokið og annað kæmi í ljós. ,,Við verðum bara að leyfa þessu að hafa sinn gang, allir knaparnir voru valdir til að vinna og nú er komið að þeim að gera sitt besta".