þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bikarmót LH

21. mars 2014 kl. 19:15

LH

Ný keppni

Bikarmót LH verður haldið seinnipart dags dagana 23. og 24.apríl 2014 í Spretti og Fáki. Unglingar og ungmenni keppa í forkeppni í TM höllinni í Fáki miðvikudaginn 23.apríl í T3, V3, F3, unglingar í T3 og V3.

Á sama tíma verða fullorðnir í Sprettshöllinni og keppa í T3, V3 og F3. Úrslit fara fram fyrir hádegi 24.apríl (Sumardagurinn fyrsti) og A úrslit í öllum flokkum og greinum eftir hádegi. Nánari tímasetningar verða gefnar út þegar nær dregur.

Bréf með fjölda hvers félags eða svæðis verður sent á hestamannafélögin strax eftir helgi. Búast má við mikilli hestaveislu og frábæru móti við einhverjar bestur aðstæður sem hægt er að bjóða upp á.

Bikarkeppni LH er ný keppni í anda bikarkeppna annarra sérsambanda sem klárlega mun vaxa og dafna.