þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bikarmót Harðar

8. febrúar 2017 kl. 09:41

Hestamannafélagið Hörður

Keppt verður í fjórgangi á föstudaginn í reiðhöll Harðar

Föstudaginn 10 febrúar verður fyrsta Bikarmót af þrem haldið í reiðhöll Harðar og er það fjórgangur.Keppt verður í V2 og V5.

Skráning fer fram í gegnum sportfeng og er skráningargjaldið 3.000 krónur

Mótið hefst kl 18:00 og er opið öllum þeim sem eru skráðir í hestamannafélag.

Skráning telst ekki gild fyrr en hún hefur verið greidd að fullu.

Skráning er hér: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Kveðja mótanefnd Harðar