föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bikarkeppni í Mánahöll á föstudag

21. febrúar 2011 kl. 11:11

Bikarkeppni í Mánahöll á föstudag

Áfram heldur Bikarkeppni hestamannafélaganna og verður næsta mót haldið á föstudaginn kemur í Mánahöllinni í Keflavík klukkan 20.

Keppt verður í tölti en þrír frá hverju félagi etja kappi. Einnig verður kept í stjórnartölti þar sem einn úr stjórn hvers hestamannafélags keppir.

Bikarkeppni hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu er mótaröð þar sem hestamannafélögin Andvari, Fákur, Gustur, Hörður, Máni, Sóti og Sörli keppa sín á milli og safna stigum fyrir félögin.

Mótin eru stutt og er lögð rík áhersla á að þau séu áhorfendavæn og að mikilvægt sé að ná upp stemningu á áhorfendapöllunum.  

Á hverju móti verður öflugasta stuðningsliðið valið og fær það stuðningsmannalið, sem stendur sig best á öllum keppnunum þremur, bikar á lokamótinu eins og það hestamannafélag sem sigrar keppnina.