miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Betur þekkt sem "Houdini"

12. nóvember 2013 kl. 12:00

Mariska

 

Sumir kannast nú eflaust við það að einn og einn hestur hafi náð að opna stíuhurðina sína af og til og jafnvel fundið út hvernig á að opna gerðið. Hryssan Mariska, sem er af frísnesku hestakyni, lætur sér hins vegar ekki segjast einungis við það. Hún er betur þekkt sem "Houdini" þar sem hún býr, í Misty Meadow Farms í Michigan í Bandaríkjunum, þar sem hún kann að opna stíuna sína og fleira til.

 

Eigandi búgarðsins, Sandy Bonem segir merina kunna tökin á nánast hverjum einasta lás í hesthúsinu. Hún vill meina að ástæða Marisku fyrir að brjótast út úr stíunni sinni sé ekki endilega bara frelsið, heldur líka í félagslegum tilgangi (þar sem hún hleypir einnig öðrum hestum út til að halda sér selskap) og til að ná sér í smá auka fóður. ,,Þegar hún er komin út fer hún beint þangað sem fóðrið er geymt eða út í garð þar sem hún nælir sér í bita af fersku grasi".

 

Mariska er greinilega félagslynd og vill ekki horfa upp á vini sína lokaða inn í stíum, svo hún gerir sér lítið fyrir og opnar fyrir þeim. Það er hins vegar ein stía sem hún gengur alltaf framhjá. Íbúinn í þeirri stíu er nefnilega móðir hennar. Það er alveg greinilegt að Mariska veit upp á sig sökina, þar sem hún leggur ekki í að hleypa móður sinni út í frelsið líka.