miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bessastaðir á Heggstaðanesi

29. október 2013 kl. 16:00

Jóhann sýnir Glæðu frá Bessastöðum á kynbótasýningu á fjórðungsmótinu á Kaldármelum

Á Bessastöðum á Heggstaðanesi í Vestur-Húnavatnssýslu búa hjónin Jóhann Birgir Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir ásamt börnum sínum.

Á Bessastöðum á Heggstaðanesi í Vestur-Húnavatnssýslu búa hjónin Jóhann Birgir Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir ásamt börnum sínum, þeim Helgu Rún 17 ára, Magnúsi Birni 15 ára og Fríðu Rós 10 ára. Bæði voru þau hjón komin með BS próf frá Hvanneyri í búfræðum er þau settust að á Bessastöðum þar sem Guðný fæddist og sleit barnsskónum. Hafist var handa við uppbyggingu kúabús ásamt aðstöðu fyrir 10 hross árið 1995 og síðan hefur þetta undið upp á sig svo sem venja er þar sem ungt og þróttmikið fólk sest að og þróar sín hugðarefni.

"Það er kraftur í ræktunarstarfinu eins og sést á fjölda sýndra hrossa og öllum þeim áhuga sem þeim er sýndur. Þessi áhugi er eldsneyti sem við þurfum að passa að brenni ekki upp. Hestamennskan á að vera hér eftir sem hingað til toppurinn á því að njóta útivistar í sátt við umhverfið og láta alla bestu drauma sína rætast.“

Hægt er að lesa meira um ræktunina á Bessastöðum í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is