laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bergþór og Besti fljótastir

9. ágúst 2019 kl. 15:20

Bergþór Eggertsson og Besti frá Upphafi

Tveimur sprettum af fjórum lokið

 

 

Nú fór fram keppni í 250 metra skeiði, þegar fyrstu tveir sprettir af fjórum voru riðnir. Seinni tveir sprettirnir fara fram á morgun, laugardag, og hefst keppni klukkan 08:30.

Alls tóku fjórir íslenskir knapar þátt í dag.

Bergþór Eggertsson og Besti frá Upphafi eiga besta tímann að svo stöddu 22,33 sekúndur. Í öðru sæti er Thomas Vilain Rørvangog Toppur frá Skarði 1 en tími þeirra er 22,35, þeir keppa fyrir hönd Danmerkur. Í þriðja sætinu er Charlotte Cook og Sæla frá Þóreyjarnúpi á tímanum 22,44 sekúndum, Charlotte keppir fyrir Breta.

Guðmundur Björgvinsson og Glúmur frá Þóroddsstöðum eru í sjötta sæti á tímanum 22,93 sekúndum. Teitur Árnason og Dynfari náðu ekki gildum tíma í dag.

Benjamín Sandur er í fimmta sæti í ungmennaflokki á tímanum 24,28 sekúndum.

Lone Sneve, sem keppir fyrir hönd Noregs, á besta tímann í ungmennaflokki 22,93 sekúndur. Hestur hennar er hinn stórstígi Stóri-Dímon frá Hraukbæ. Lone er ríkjandi heimsmeistari í ungmennaflokki bæði í 250 metra skeiði og 100 metra skeiði.