fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Berbakt og beislislaust

Jens Einarsson
11. janúar 2011 kl. 09:34

Temja hesta líkt og hunda

Hestamenn um víða veröld upplifa nú dásemdir þess ríða beislislaust á hesti. Alla vega lýsa margir þeirri reynslu á þann veg. Hið "sanna djúpa samband" milli manns og hests. Reyndar minnir ýmislegt í þessu samhengi meira á hundatamningar en hefðbundnar hestatamningar eins og við þekkjum þær.

Hestar og hestamenn hafa áður sagt frá Mette Mannseth, sem hefur prófað sig áfram með að temja og þjálfa íslensk hross án þess að nota beisli, og rússanum Alexander Nevsorov, sem er sennilega sá öfgafyllsti í þessa átt. Á reiðskóla hans má hvorki nota beisli né járna hrossin á skeifur. En fleiri eru að bætast í þennan hóp. Konur virðast þó aðhyllast þessar aðferðir meira en karlmenn. Sem út af fyrir sig er áhugavert rannsóknarefni!

Á Netinu má finna ýmislegt með því að slá inn leitarorðunum "horse without bridle". Til dæmis norsku stúlkuna Elise Fagerås, sem er dýralæknanemi og áhugasöm hestakona. Á bloggsíðu hennar má finna myndbönd þar sem ríður á íslenskum hesti beislislaust, bæði inni í reiðhöll og úti í náttúrunni.

Að síðustu er rétt að benda á frönsku hestakonuna Clémence Faivre, sem er afar fjölhæfur tamningamaður og knapi samkvæmt því sem finna má um hana á Netinu. Á youtube.com má finna mörg myndbönd með þessu frábæra hestafólki leika listir sínar á hestum, bæði á baki og frá jörð.