fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ber að skrá notkun hvers hross

odinn@eidfaxi.is
23. október 2014 kl. 15:31

Reiðskóli

Auknar kröfur á hestaleigur og reiðskóla í nýrri reglugerð.

Í kaflanum um notkun hrossa í nýrri reglugeð um velferð hrossa, kemur fram að umráðamönnum hrossa í hestaleigum og reiðskólum er skylt að skrá í dagbók notkun hvers hross og hafa þá dagbók aðgengilega eftirlitsaðilum hvenær sem þurfa þykir.

Þetta er orðað á eftirfarandi hátt í reglugerðinni:

„Umráðamanni hestaleigu og reiðskóla ber að skrá tíðni og tímalengd notkunar á hverju hrossi. Dagbókin skal aðgengileg eftirlitsaðilum samkvæmt reglugerð þessari hvenær sem þurfa þykir.“

Jafnframt er tekið fram á sama stað að koma skuli í veg fyrir að hross ofkælist eftir notkun og að reiðtygi og járning skuli vera við hæfi.

Þetta er orðað á eftirfarndi hátt:

„Koma skal í veg fyrir að hross ofkælist eftir notkun. Þess skal gætt að reiðtygi passi vel og notkun þeirra valdi ekki sárum eða öðrum skaða. Hross skulu járnuð ef hætta er á að hófar slitni til skaða við notkun eða rekstur.“

Hægt er að lesa reglugerðina í heild sinni hér.