miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Beisli er alls ekki nauðsynlegt

20. maí 2009 kl. 18:24

Mette Mannseth, reiðkennari á Hólaskóla, kom verulega á óvart á Stórsýningu Fáks sem haldin var í Reiðhöllinni í Víðidal í vor. Þar sýndi hún listir sínar á hryssunni Happadís frá Stangarholti.

Mette lét hryssuna gera ýmsar æfingar. Meðal annars krossgang til beggja handa og stökk á hring til beggja handa. Einnig sýndi hún í stuttri æfingu frábært dæmi um mikla snerpu (jákvæða spennu), og fullkomna slökun. Hún hleypti hryssunni á kappreiðastökk, og stöðvaði hana á punktinum eftir nokkra tugi metra. Gaf henni síðan merki um að hún mætti slaka á. Hryssan stóð grafkyrr og hengdi haus. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að ekkert beisli var uppi í Happadísi. Til að stjórna hryssunni notaði Mette leðuról um háls hryssunnar, sæti og fætur, og hljóðmerki.

Nánar er fjallað um málið og rætt við Mette Mannseth í nýju mánaðarriti, Hestar og hestamenn, sem fylgir Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.