miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Beinar útsendingar á netinu - sjónvarpsþættir á RÚV

10. desember 2009 kl. 14:06

Beinar útsendingar á netinu - sjónvarpsþættir á RÚV

Á aðalfundi Meistaradeildar VÍS var skrifað undir samning við Hestafréttir um áframhaldandi samstarf hvað varðar beinar útsendingar á netinu.


Í ár var gerð tilraun með beinar útsendingar og gekk það vonum framar. Á stærstu mótunum voru í kringum 4.000 tölvur tengdar á meðan á keppni stóð og niðurhöl á úrslitaþættina voru allt að 9.000 fyrstu þrjá sólarhringana eftir að móti lauk.

Þar kom einnig fram að áframhaldandi samstarf verður við RÚV með þáttaröð frá deildinni og verða þeir með svipuðu sniði og undanfarin ár.