föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bein útsending frá KS-deildinni í kvöld

16. mars 2011 kl. 18:11

Bein útsending frá KS-deildinni í kvöld

Töltkeppni Meistaradeildar Norðurlands, KS-deildarinnar, fer fram í Svaðastaðahöll í kvöld og hefst kl. 20.

Keppendalistinn sýnir að búast má við hörkukeppni enda munu mæta til leiks þaulreyndir knapar á athyglisverðum gæðingum, þar af mæta níu hross sem náð hafa fyrstu verðlaunum í kynbótadómi.

Húsið opnar kl. 19 og aðgangseyrir er 1.500 kr. en frítt er fyrir 12 ára og yngri,

Fyrir þá sem komast ekki til að upplifa keppnina geta nýtt sér beina útsending á netinu í gegnum slóðina: http://wms.vodafone.is/tindastoll

Ráslisti kvöldsins er eftirfarandi:

1. Erlingur Ingvarsson - Mist frá Torfunesi

2. Jón Herkovic - Vera frá Fjalli

3. Ísólfur Líndal Þórisson  -Freymóður frá Feti

4. Ragnar Stefánsson - Glymur frá Efri-Mýrum

5. Mette Mannseth - Stormur frá Herríðarhóli

6. Þorsteinn Björnsson - Haukur frá Flugumýri 2

7. Baldvin Ari Guðlaugsson - Blær frá Kálfholti

8. Sölvi Sigurðarson - Nanna frá Halldórsstöðum

9. Þórarinn Eymundsson - Fold frá Miðsitju

10. Árni Björn Pálsson - List frá Vakurstöðum

11. Hörður Óli Sæmundarson - Lína frá Vatnsleysu

12. Magnús Bragi Magnússon - Bylgja frá Dísarstöðum 2

13. Tryggvi Björnsson - Júpiter frá Egilsstaðabæ

14. Elvar Einarsson - Lárus frá Syðra-Skörðugili

15. Ólafur Magnússon - Gáski frá Sveinsstöðum

16. Eyjólfur Þorsteinsson - Klerkur frá Bjarnanesi

17. Bjarni jónasson - Komma frá Garði

18. Riikka Anniina - Gnótt frá Grund 2