þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Beðið eftir svörum innanríkisráðuneytis

10. febrúar 2012 kl. 16:31

Beðið eftir svörum innanríkisráðuneytis

Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort farið verði í lagabreytingar sem yrðu til þess að hesthús yrðu í skattflokki a, með sumarhúsum og frístundarhúsum, í stað c-liðar skv. 3 mgr. 3. gr laga nr. 4/1995. Borgarlögmaður mun beina því til fjármálaskrifstofu að meðan beðið er niðurstöðu efnahags- og viðskiptanefndar fresti Reykjavíkurborg gjalddaga fasteignaskatts.

Erindi stjórnar Fáks, sem átti fund með fulltrúum innanríkisráðuneytis sl. miðvikudag, var vel tekið og mun efnahags- og viðskiptanefnd taka málið til ítarlegrar skoðunar.

Fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis liggur bréf frá skrifstofustjóra borgarstjórnar þar sem rakin er sú skoðun að eðlilegra væri að hesthús væru með skýrum hætti í skattflokki a-liðar eins og verið hefur um árabil.

Í fundargerð borgarráðs frá því í gær, 9. febrúar, er hægt að lesa að borgarlögmaður hafi lagt fram minnisblað varðandi málið en hann á fund með efnahags- og viðskiptanefnd í næstu viku.

 

Þessu tengt: