laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bautamótið - úrslit

22. febrúar 2010 kl. 08:41

Bautamótið - úrslit

Opna Bautamótið í tölti fór fram á laugardagskvöldið í Skautahöllinni á Akureyri.  Mikil þátttaka var venju samkvæmt og voru 71 hross skráð til leiks. Það var mál manna að aldrei hafi verið riðin jafnsterk úrslit á þessu móti og hrein unun á að horfa. 

Þorsteinn Björnsson á Ögra frá Hólum átti frábæra sýningu og brekkan var sannalega hans enda hefur líklega heyrst í næstu bæjarfélög fagnaðarlætin en dyggur stuðningshópur hans lét ekki sitt eftir liggja.  Framúrskarandi hross þarna í A-úrslitnum, reiðmennskan í algjörum sérflokki og á meðal reyndari hesta í B-úrslitum komu þar yngri hross sem vöktu verulega athygli.  Prúðir knapar og framúrskarandi hross einkenndu þetta níunda Bautamót í tölti. 
 
Sölvi Sigurðarson reið þremur hestum í forkeppninni og kom þeim öllum í úrslit. Hann ákvað að ríða Glað frá Grund í A-úrslitunum en einnig náðu í úrslit þeir Straumur frá Enni með 6,60 og Gustur frá Halldórsstöðum með 6,53
Gefendur vinninga í áhorfendahappdrættinu voru Bautinn, Fákasport og eigendur stóðhestanna Eldjáns frá Ytri-Brennihóli og Þorra frá Möðrufelli.

 
 
A-úrslit
1. Þorsteinn Björnsson - Ögri frá Hólum 7,00/7,83
2. Ísólfur Líndal Þórisson - Kraftur frá Efri-Þverá 7,17/7,75
3. Barbara Wenzl - Dalur frá Háleggsstöðum 6,90/7,46
4. Sölvi Sigurðarson - Glaður frá Grund 6,67/7,13
5. Magnús B. Magnússon - Farsæll frá Íbishóli 6,53/6,83
 
B-úrslit
5. Magnús B. Magnússon - Farsæll frá Íbishóli 6,53/6,71
6. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir - Von frá Árgerði 6,53/6,54
7. Þorbjörn Hr. Matthíasson - Týr frá Litla-Dal 6,53/6,50
8. Nikólína Rúnarsdóttir - Júpiter frá Egilsstaðabæ 6,47/6,29
9. Gísli Steinþórsson - Skrugga frá Kýrholti 6,47/6,08