mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Barkamótið 2011 – skráning í kvöld

15. mars 2011 kl. 14:44

Barkamótið 2011 – skráning í kvöld

Hið árlega Barkamót fer fram í Reiðhöllinni í Víðidal nk. laugardag. Mótið er opið töltmót og hafa undanfarin ár margir af betri hestum landsins att kappi um verðlaunafé sem Barki ehf. veitir, að er fram kemur í tilkynningu frá hestamannafélaginu Fáki sem stendur fyrir mótinu.

Skráning er í kvöld kl. 20– 21 í Reiðhöllinni í Víðidal. Einnig er tekið á móti skráningum í síma 898-8445 og 567-0100 (gefa upp kortanúmer) Tveir keppnendur eru inn á í einu og ríða eftir þul, hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og yfirferð.
Frítt er inn fyrir áhorfendur og verða veitingar í föstu og fljótandi formi til sölu.
Stefnt er að því að mótið hefst kl. 16:00 (fer eftir skráningu) á 17 ára og yngri flokknum en B-úrslit hefjast kl. 20:00.

Drög að dagskrá:
16:00     17 ára og yngri
    Áhugamannaflokkur
Opinn flokkur
Matarhlé    
20:00    B-úrslit í 17 ára og yngri
B-úrslit í áhugamannaflokki
B-úrslit í opnum flokki
A- úrslit í áhugamannaflokki
    A-úrslit í 17 ára og yngri
    A-úrslit í opnum flokki.