sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Barbara Wenzl með tvennu á Ís-Landsmóti

3. mars 2012 kl. 22:07

Barbara Wensl á hinum glæsilega klárhesti Dal frá Háleggsstöðum. Mynd/Petromyndir

Efst í tölti og B flokki á Dal frá Háleggsstöðum

Ís-Landsmótið á Svínavatni fór fram í dag í blíðskaparveðri. Mótið tókst í alla staði mjög vel að sögn mótshaldara. Knapi og hestur mótsins voru Barabara Wenzl og Dalur frá Háleggsstöðum, sem urðu efst, bæði í tölti og B flokki gæðinga. Dal hefur verið líkt við Hrímni frá Hrafnagili, sem er að margra mati fegursti og glæsilegasti gæðingur í manna minnum. Háleggur er undan Prýði frá Kjalarlandi og Nökkva frá Kjalarlandi, Smárasyni frá Skagaströnd.


Úrslit B-flokkur

Barbara Wenzl Dalur frá Háleggsstöðum 8,76

Tryggvi Björnsson Stimpill frá Vatni 8,73

Hörður Óli Sæmundarson Andri frá Vatnsleysu 8,70

Arnar Bjarki Sigurðsson Kaspar frá Kommu 8,67

Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 8,64

Þórarinn Ragnarsson Hrafnhetta frá Steinnesi 8,59

Anna Kristín Friðriksdóttir Glaður frá Grund 8,51

Elvar Einarsson Hlekkur frá Lækjarmóti 8,49

Stefán Birgir Stefánsson Gangster frá Árgerði 8,40


Úrslit A-flokkur

Tryggvi Björnsson Blær frá Miðsitju 8,54

Páll Bjarki Pálsson Seiður frá Flugumýri 2 8,47

Stefán  Birgir Stefánsson Tristan frá Árgerði 8,46

Sæmundur Þ Sæmundarson Mirra frá Vindheimum 8,43

Elvar Eylert Einarsson Starkaður frá Stóru Gröf Ytri 8,40

Vignir Sigurðsson Spói frá Litlu- Brekku 8,34

Sverrir Sigurðsson Rammur frá Höfðabakka 8,28

Friðgeir Ingi Jóhannsson Ljúfur frá Hofi 8,21


Úrslit tölt

Barbara Wenzl Dalur frá Háleggstöðum 7,23

Arnar Bjarki Sigurðarson Rán frá Neistastöðum 7,00

Líney María Hjálmarsdóttir Kristall frá Varmalæk 6,93

Baldvin Ari Guðlaugsson Senjor frá Syðri Ey 6,87

Sölvi Sigurðarson Kolvakur frá Syðri- Hofdölum 6,77

Jessie Huijbers Daníel frá Vatnsleysu 6,73

Hekla Katharína Kristinsd Hrymur frá Skarði 6,67

Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 4,67