fimmtudagur, 20. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Barbara og Fanney fengu plús fyrir reiðmennsku

20. júlí 2012 kl. 10:42

Barbara og Fanney fengu plús fyrir reiðmennsku

Nú þegar 16 hestar er búnir með sýnar sýningar er Ísólfur Líndal Þórisson á hestinum Freyði frá Leysingjastöðum II efstir með einkunnina 6,87. Freyðir og Ísólfur voru í 6 sæti í b flokki á Landsmótinu í Reykjavík. Nokkuð mikið er um afskráningar en t.d. afskráði Artemisia Bertus hann Óskar frá Blesastöðum 1A.

Barbara Wenzl og Fanney Dögg Indriðadóttir fengu báðar plús fyrir góða reiðmennsku en sýningarnar hjá þeim báðum voru vel riðnar og prúðmennskan í fyrirrúmi. 
 
Niðurstöður eru eftirfarandi: 

Fjórgangur
Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hestur Aðildafélag Einkunn

1. Ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum II Þytur 6,87
2. Mette Mannseth Lukka frá Kálfsstöðum Léttfeti 6,80
3. Viðar Ingólfsson Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 Fákur 6,60
4. Saga Mellbin Bárður frá Gili Sörli 6,67
5. Bjarni Jónasson Roði frá Garði Léttfeti 6,57
5. Baldvin Ari Guðlaugsson Senjor frá Syðri-Ey Léttir 6,57
5. Viðar Bragason Björg frá Björgum Léttir 6,57
8. Barbara Wenzl Dalur frá Háleggsstöðum Stígandi 6,53 +
8. Jessie Huijbers Daníel frá Vatnsleysu Stígandi 6,53
10. Elvar Einarsson Hlekkur frá Lækjamóti Stígandi 6,37
11. Vigdís Matthíasdóttir Stígur frá Halldórsstöðum Sörli 6,23
12. Fanney Dögg Indriðadóttir Grettir frá Grafarkoti Þytur 6,20 +
13. Erlingur Ingvarsson Skrugga frá Kýrholti Þjálfi 6,10
14. Arnar Davíð Arngrímsson Eldur frá Hnjúki Fákur 6,00
14. Helga Thoroddsen Fylkir frá Þingeyrum Neisti 6,00
16. Anna S. Valdemarsdóttir Ánægja frá Egilsá Fákur 5,87