fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bandarísk sjónvarpstöð tekur viðtal við Guðmar Þór Pétursson

13. ágúst 2013 kl. 21:08

Knights of Iceland

Íslenski hesturinn vekur athygli á sýningum erlendis.

Guðmar þór Pétursson hefur unnið ötullega að því að markaðsetja íslenska hestinn í Ameríku síðastliðin 15 ár og vakið mikla athygli með sýningum sínum og kynningu á íslenska hestinum þarlendis. Hann hefur meðal annars tekið þátt í stórsýningum Equine Affair með vel völdum knöpum.

Nú í sumar hefur hann snúið aftur til Íslands aftur og verður með annan fótinn í Ölfusinu þar sem hann mun vera aðstoðarframkvæmdarstjóri á Ingólfshvoli. „Planið er að byggja upp  miðstöð  fyrir ferðamenn með sýningum á íslenska hestinum.  Það verða um 8-10 hestar sem taka þátt og lagt verður upp með það að sýningin hafi sögulegt gildi hestsins okkar.   Einnig verður opnaður veitingastaður og skemmtileg minjagripabúð,“ segir Guðmar en opnunin verður í Janúar á næsta ári.

Hér er hlekkur á viðtalið