mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bætt við plássum á kynbótasýningu

Óðinn Örn Jóhannsson
27. apríl 2018 kl. 09:05

Frá Landsmóti á Gaddstaðaflötum 2008.

Vegna mikillar eftirspurnar eftir tímum á Gaddstaðaflötum.

Vegna mikillar eftirspurnar eftir tímum á Gaddstaðaflötum við Hellu hefur verið ákveðið að tvö dómaragengi verði að störfum þar vikuna 11. til 15. júní. Opnað verður á skráningar í þessi pláss kl. 8:00 mánudaginn 30. apríl. Opið verður fyrir skráningar þar til þessi pláss fyllast. 

Rétt er að benda á að enn er nóg af lausum plássum eftir á eftirtöldum sýningum:

Brávöllum á Selfossi vikuna 28. maí til 1. júní

Spretti í Kópavogi vikuna 4. til 8. júní 

Víðidal í Reykjavík vikuna 11. til 15. júní

Borgarnesi vikuna 11. til 15. júní

Skráningar á sýningar norðan- og austanlands fara rólega af stað enda nægur tími enn til stefnu. Allar tilkynningar varðandi kynbótasýningar eru birtar á heimasíðu okkar www.rml.is

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins