mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bætt líkamsvitund

14. apríl 2014 kl. 13:17

Sýnikennsla á skírdag.

Súsanna Sand, hestamannafélagið Hörður og Styrktarfélagið Taktur standa fyrir sýnikennslu á skírdag, fimmtudagskvöldið 17. apríl.

"Súsanna mun sýna okkur áherslur sínar í þjálfun hesta á mismunandi aldri og þjálfunarstigum. Hún mun segja okkur áherslur sem hún hefur lært og tileinkað sér á námsferðum sínum til Andalúsiu á Spáni, leiðir til að bæta líkamsvitund og samskipti við hestinn sinn, hvort sem stefnt er á keppni, sýninga eða útreiða. Sérstakir gestir sýningarinnar eru Heiðrún Halldórsdóttir pílateskennari sem hefur sérhæft sig í líkamsbeitingu knapa, Anna Rebekka reiðkennari sem hefur heillað alla með baráttu sinni úr hjálastólnum á hestbakDescription: moji. Og síðast en ekki síst dóttir Súsönnu og hundurinn Sanna. Eigum skemmtilega, fróðlega stund saman, veitingar verða á vægu verði á staðnum," segir í tilkynningu frá aðstandendum.

Sýnikennslan fer fram í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ og hefst kl. 19. Miðaverð er 1000 kr., sem rennur í styrktarsjóðinn Takt.