þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Byrjaði í algjöru rugli"

2. ágúst 2015 kl. 12:00

Dætur þeirra Höskuldar og Elfu, Pálína og Þóra, hafa verið sigursælar á keppnisvellinum á Sámsstaðahrossum.

Ræktunarbú Fjórðungsmótsins á Austurlandi er Sámsstaðir hrossaræktarbú.

Höskuldur og Elfa keyptu jörðina Sámsstaði í Eyjafirði árið 2002 en þau búa á Akureyri og eiga hesthús í Lögmannshlíðinni sem hýsir rekstur þeirra beggja, dýraspítala og tamingastöð. Á fjórðungsmót Austurlands var ræktunarbú þeirra Sámsstaðir valið ræktunarbú mótsins. 

Höskuldur og Elfa byrjuðu að rækta hross í kringum aldamótin. “Þetta byrjaði eins og hjá mörgum öðrum í algjöru rugli. Við áttum reiðhryssur sem við notuðum til reiðar en þegar nýjir hestar komu í staðinn og þær misstu hlutverk sitt var ákveðið að halda þeim. Þetta reyndist ekkert sérstaklega vel,” segir Höskuldur og bætir við að þó þetta hafi verið góðar reiðhryssur þá voru þetta ekki kynbótahryssur og kom lítið nothæft undan þeim. “Ég myndi segja að ræktunin hafi byrjað hjá okkur af eitthverju viti með Þoku frá Akureyri,” segir Höskuldur en þau Elfa eignuðust Þoku þegar hún var tryppi og átti hún eftir að reynast þeim frábærlega

Höskuldur og Elfa eru í viðtali í 7. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.