fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

B Úrslit í tölti Unglinga

21. ágúst 2010 kl. 20:11

B Úrslit í tölti Unglinga

B- Úrslit í tölti Unglinga voru spennandi og góð hross áttust þar við. Smá óhapp varð er Barði hennar Brynju Kristinsdóttur hnaut í hraðabreytingu svo að Brynja féll í brautina. En sem betur fer fór allt vel og þau kvöddu bara með stæl og hlutu lófatak fyrir. En það var Ellen Gunnarsdóttir og Lyfting frá Djúpadal sem sigruðu B-úrslitin í dag.

1. Ellen María Gunnarsdóttir / Lyfting frá Djúpadal  6,61  
2. Una María Unnarsdóttir / Losti frá Kálfholti   6,44  
3. Rósa Kristinsdóttir / Jarl frá Ytra-Dalsgerði  6,33  
4. Andri Ingason / Drífa frá Þverárkoti    6,06  
5. Brynja Kristinsdóttir / Barði frá Vatnsleysu   2,00