þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

B-úrslit í slaktaumatölti að hefjast

10. ágúst 2013 kl. 07:06

Stemning á HM 2013 Berlín - íslenski fáninn

Sigursteinn Sumarliðason og Skuggi frá Hofi drógu sig úr úrslitunum

Nú eru B-úrslit að hefjast í slaktaumatölti T2 á heimsmeistaramótinu í Berlín.

Sigursteinn Sumarliðason og Skuggi frá Hofi komust inn í B-úrslitin en drógu sig úr þeim. Ástæðan fyrir því er eflaust sú að þeir félagar vilji einbeita sér að fimmganginum.

 

Þeir sem eru í úrslitum eru :

142    Camilla Hed - Thór från Järsta
032    Piet Hoyos - Glymur frá Flekkudal 
159    Ladina Sigurbjörnsson - Tór frá Auðsholtshjáleigu
047    Anne Sofie Nielsen - Örn frá Efri-Gegnishólum
065    Elin Tindskarð - Hölkvir frá Ytra-Dalsgerði