fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Axel hættir

20. október 2014 kl. 13:35

Axel Ómarsson, fráfarandi framkvæmdarstjóri LH og Landsmóts ehf.

Staða framkvæmdarstjóra Landsmóts og LH ómönnuð frá mánaðarmótum.

Axel Ómarsson mun hætta sem framkvæmdarstjóri LH og Landsmóts ehf. um mánaðarmótin.

Að sögn Axels er ástæðan ekki tildrög og afleiðing Landsþings helgarinnar. Fyrir lá í sumar að hann myndi hætta, en hann tók að sér Landsmót 2014 og frágang þess sem verkefni. Fráfarandi framkvæmdarstjóri ætlaði að kveðja formlega við þinglok um helgina en til þess kom hins vegar ekki.

Ekki búið að ráða eftirmann Axels.