miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áverkum fækkar

odinn@eidfaxi.is
11. nóvember 2014 kl. 12:00

Fagráð í hrossarækt setti á stofn nefnd til að skoða áverkamálin.

Jákvæð þróun í athugasemdum vegna áverka kynbótahrossa.

Áverkum í kynbótasýningum hefur nú í fyrsta sinn fækkað á milli ára en í ár voru gerðar athugasemdir við 18,3% hrossa samnborið við 23,8% í fyrra.

Þetta kom fram í samantekt RML á Hrossaræktarráðstefnunni um helgina en ekki var tilgreint hvert hlutfall A og B áverka voru.

Áverkum hafði fjölgað hlutfallslega ár frá ári en hlutfallið árið 2012 var 21,5%, 18,9% árið 2011, 18,2% árið 2010 og 12,3% árið 2009.