sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áverkar 23,8%

15. nóvember 2013 kl. 14:44

Kynbótadómar voru 1607 talsins á árinu og í hér um bil fjórðungi þeirra gekk hross úr dómi með skráða áverka.

Hlutfallsleg fjölgun frá fyrri árum.

Áverkar á kynbótahrossum úr sýningum á Íslandi árið 2013 voru 23,8%. Áverkar af B stigi voru 13 talsins. Það kom fram í máli Guðlaugar V. Antonssonar á aðalfundi Félags hrossabænda í dag.

Kynbótadómar voru 1607 talsins og í hér um bil fjórðungi þeirra gekk hross úr dómi með skráða áverka. Í þrettán tilfellum féll hæfileikadómur niður.

Áverkum hefur því fjölgað hlutfallslega en árið 2012 var hlutfallið 21,5%, 18,9% árið 2011, 18,2% árið 2010 og 12,3% árið 2009.