mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áverkalisti birtur

14. apríl 2014 kl. 14:33

Kynbótabrautir styttar.

Listi yfir áverka verður birt í heild sinni að loknum kynbótasýninga í sumar. Þetta er ákvörðun Fagráðs frá fundi sínum þann 24. mars sl.

Á fundinum var rætt um það hvernig hægt er að gera kynbótasýningar hestvænni. Sérstaklega hefur verið rætt um að stytta kynbótabrautir og þar með sprettfærið. "Þeir dómarar sem rætt hefur verið við hvað þetta varðar eru sammála um að 150 metra kafli sé fullkomlega nægjanlegur til að að meta gangtegundir. Fagráð leggur til að prófað verði í sumar að stytta sprettfærið niður í 150 metra og að fyrir kynbótasýningar sumarsins verði gengið frá merkingum þannig að þetta sé öllum skýrt og ljóst, bæði knöpum og dómurum," segir í fundargerð.

Þá hefur verið tekin endanleg ákvörðun um að áverkaskráning verði birt að loknum sýningum í sumar sem hluti af öðrum opinberum gagnauppgjörum varðandi sýningar. Í kjölfari var rætt um hvort rétt sé að endurskoða áverkaskráningar. Ekki voru lagðar til breytingar að sinni, en Fagráð mun taka upp málið aftur í haust.