þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukin fjölbreytni í fræðslu

14. janúar 2015 kl. 13:39

Þrautir og hindrunarstökk eru meðal þess sem kennt verður á ævintýranámskeiði Léttis í vetur.

Fjölbreytt námskeið hjá hestamannafélaginu Létti.

Hestamannafélagið Léttir á Akureyri býður uppá ýmis námskeið í vetur og sendir tilkynningu með tveimur slíkum sem hefjast í janúar:

Námskeið með Birnu Tryggvadóttur reiðkennara fyrir börn, unglinga og ungmenni. Námskeiðið er haldið aðra hvora helgi frá 17. janúar til 26. apríl, samtals 8 helgar. Kennt er bæði laugardaga og sunnudaga. Kennt er í 45 mínútur og eru 2 saman í tíma Námskeiðið kostar 12.000 kr. á mánuði og rukkast í byrjun hvers mánaðar. Skráning er til 14. janúar.

Námskeið með Camilla Hoj reiðkennara fyrir byrjendur, bæði börn og unglinga og fullorðna (sitt hvort námskeiðið) og einnig ævintýranámskeið fyrir börn og unglinga. Á byrjenda námskeiðunum er farið fyrir helstu atriði varðandi ásetu, stjórnum og gangtegundir Ævintýranámskeiðið byggist á jafnvægi, auka fjölbreytni og að hafa gaman. Farið verður í þrautir, hindrunarstökk og fleira, allt eftir getu þátttakenda. Börn byrjendur – kennt á mánudögum kl. 18:00 í 5 skipti – kostar 10.000 kr. Börn og unglingar ævintýranámskeið – kennt á mánudögum kl. 19:00 í 5 skipti – kostar 10.000 kr. Fullorðnir byrjendur – kennt á mánudögum kl. 20:00 í 5 skipti – kostar 15,000 kr. Námskeiðin hefjast 26. janúar og líkur skráningu 23. janúar

Skráning er á lettir@lettir.is og taka þarf fram kennitölu knapa, kennitölu greiðanda og á hvaða námskeið er verið að skrá á. Léttir áskilur sér rétt til að breyta tímasetningu og/eða fella námskeiðið niður ef ekki næst næg þátttaka, að er fram kemur í tilkynningu frá  Æskulýðsnefnd og Fræðslunefnd Léttis