mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukin ánægja með meiri þekkingu

28. maí 2015 kl. 15:00

Magnús tók við útskriftarskírteini sínu á uppskeruhátíð Neista á dögunum. Á sama tíma tók barnabarn hans og alnafni hans, Magnús yngri, við viðurkenningu fyrir góða ástundun á reiðnámskeiði.

Magnús Ólafsson er elsti hestamaður til að ljúka knapamerkjanámskeiðum.

„Það er alveg sama hversu gamall þú ert, þú getur alltaf lært. En þú þarft að hafa vilja til þess,” segir Magnús Ólafsson, fyrrverandi bóndi á Sveinsstöðum, sem nýlega lauk prófi í knapamerki 5. Það er kannski ekki frásögufærandi nema hvað að Magnús er 69 ára gamall. „Ég hef lært meira í hestamennsku síðustu sex ár en 60 ár á undan.”

Viðtal við Magnús Ólafsson má nálgast í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.