mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukið vægi miðsumarsýninga

27. júní 2015 kl. 12:57

Undanfarin ár hafa tvær dómnefndir starfað samhliða á stærstu sýningum. Vegna færri hrossa hefur þess ekki verið þörf í ár. Hér er Gnýpa frá Leirulæk, knapi Jakob S. Sigurðsson.

Helmingsfækkun sýndra hrossa á vorsýningum kynbótahrossa.

Árið 2010 var í fyrsta sinn boðið upp á miðsumarssýningar en fram að því hafði vorsýningum lokið um miðjan júní og ekki var boðið upp á sýningar fyrr en síðsumarssýningar í ágúst. Miðsumarssýningar hafa verið haldnar í þriðju viku í júlí og var þátttakan mjög góð fyrsta árið eða tæp 200 hross. Árið 2011 og 2012 voru engin hross sýnd miðsumars en það skal tekið fram að Landsmót voru haldin bæði þessi ár. Árið 2013 voru þau 190 talsins en þessi fjöldi féll niður í 33 sýnd hross í fyrra. Svo virðist sem áhugi á sýningum á þessum tíma árs sé talsverður í ár.
Telja margir að til lengri tíma muni áhugi á miðsumarssýningum vera fyrst og fremst á árum þegar ekki eru Landsmót.

Þessa grein má nálgast í 6. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.