miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukasýning á Gaddstaðaflötum

odinn@eidfaxi.is
26. júní 2019 kl. 09:05

Kynbótasýning Gaddstaðaflötum

Áhugasamir eru beðnir að tryggja sér tíma hið fyrsta en skráningu lýkur þann 7. júlí.

Til að mæta eftirspurn eftir kynbótadómum miðsumars hefur verið bætt við aukasýningu á Gaddstaðaflötum í vikunni 29. júlí til 2. ágúst. Dómar munu hefjast á mánudeginum en fjöldi daga helgast af fjölda hrossa. Opnað verður fyrir skráningu á aukasýninguna í WFeng, miðvikudaginn 26. júní. Áhugasamir eru beðnir að tryggja sér tíma hið fyrsta en skráningu lýkur þann 7. júlí.