fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Auka héraðssýning kynbótahrossa á Vesturlandi 2010

11. ágúst 2010 kl. 09:41

Auka héraðssýning kynbótahrossa á Vesturlandi 2010

Auka héraðssýning kynbótahrossa á Vesturlandi verður haldin að Mið-Fossum, Borgarfirði dagana 23.-25. ágúst næstkomandi. 

 
Tekið er við skráningum hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands dagana 16.-18. ágúst í síma 437-1215 frá kl. 9:00 til 16:00. Við skráningu þarf að koma fram númer, nafn og uppruni hrossanna, nafn og kennitala knapa og sími. Sýningargjald á hvert hross er kr. 14.500,- fyrir fulldæmd hross en kr. 10.000 fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm eða hæfileikadóm eftir reglum þar um. 
 
Sýningargjöld skal greiða á skrifstofu BV á Hvanneyri eða á reikning nr. 0354-26-100, kt.: 461288-1119. Ef greitt er í gegnum netbanka þarf að senda greiðslukvittun á netfangið bv@bondi.is. Nauðsynlegt er að fram komi nafn og númer hrossa sem greitt er fyrir. Ef ekki er greitt í gegnum netbanka, er mikilvægt að faxa greiðslukvittun á númerið 437-2015. Endurgreiðsla sýningargjalda kemur aðeins til greina séu forföll tilkynnt áður en dómar hefjast. 
 
Hafi greiðsla ekki borist fyrir hádegi 19. ágúst verður viðkomandi hross ekki skráð á sýninguna. 
 
Reglur um kynbótasýningar má nálgast í heild sinni á vef BÍ, www.bondi.is undir hrossarækt.