mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Auka heilbrigðisskoðanir

22. júní 2016 kl. 09:06

Dregið hefur úr tíðni áverka í munni keppnihrossa frá árinu 2012.

Heilbrigðisskoðun keppnis- og sýningahrossa á Landsmóti.

Heilbrigðisskoðun keppnis- og sýningahrossa hefst á Hólum kl 10 sunnudaginn 26. júní með skoðun á hestum sem keppa í B-flokki gæðinga sem og  6 og 7 vetra hryssum. Önnur hross sem eiga að fara í braut á mánudag og þriðjudag geta einnig mætt ef þau eru á svæðinu.

Til að létta á flutningi hrossa hefur verið ákveðið að bjóða einnig upp á heilbrigðisskoðanir í Reiðhöllinni á Sauðárkróki sunnudaginn 26. júní kl 15-18 og mánudaginn 27. júni kl 9-12 og 13-16. Þetta er til viðbótar við þann skoðunartíma sem auglýstur hefur verið á Hólum og er ætlaður hrossum sem eiga að fara í braut á mánudag og þriðjudag. Umráðamenn hrossa ráða hvort þeir mæta með hestana á Sauðárkrók eða Hóla. Þá hefur einnig verið ákveðið að lengja opnunartímann á Hólum fyrstu mótsdagana og mun heilbrigðisskoðun hefjast kl 07 á mánudag og þriðjudag.

Þeir sem eiga af einhverjum orsökum erfitt með að nýta sér auglýsta opnunartíma eru vinsamlegast beðnir um að vera í sambandi við Sigríði Björnsdóttur í sím 8930824.