miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Augngallar í vindóttum hrossum

25. september 2012 kl. 11:59

Augngallar í vindóttum hrossum

Niðurstöður rannsókna á vindóttum hrossum hafa leitt í ljós að sterk erfðatengsl eru á milli arfhreinleika um vindóttan lit og arfgengra fjölþátta augngalla (e. Multiple Congenital Ocular Anomalies - MCOA). 

Í 6. tölublaði Eiðfaxa má nálgast grein hóps erfðafræðinga og dýralækna við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar og Uppsalaháskóla. Henni er ætlað að skýra í stuttu máli frá niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið á þeirra vegum. Segja frá því hvernig þessi uppgötvun var gerð, gera grein fyrir því í hverju augngallarnir felast, og því hvernig er best að standa að ræktun á vindóttum hrossum til að eiga ekki á hættu að sjóndöpur folöld fæðist.
 
Þessi grein á mikið erindi til ræktenda íslenskra hrossa, nú þegar má finna álitlega vindótta fyrstu verðlauna graðhesta, og von er til þess að megi fjölga vindóttum hrossum. Ekki síst þar sem vindótt hross eru vinsæl til útflutnings og gefur liturinn einn aur í aðra hönd, og því er hagur og hagnaður í því að rækta þau á ábyrgan hátt.