mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Auglýst eftir framkvæmdastjóra Spretts

18. nóvember 2013 kl. 21:03

Umsóknum skal skilað inn fyrir 1. desember

Hestamannafélagið Sprettur, sem er sameinað félag hestamanna í Garðabæ og Kópavogi með aðstöðu á Kjóavöllum, auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Um er að ræða 50% starf og er reiknað með að viðkomandi geti hafið störf um næstu áramót. Starfið felst m.a. í markaðssetningu og útleigu á fasteignum félagsins, færslu bókhalds, fjármálastjórn og öðru sem viðkemur rekstri þess.

Ekki er gerð krafa til þess að viðkomandi sé hestamaður.

Umsóknum skal skilað á netfangið radning@sprettarar.iseigi síðar en 01.12.2013. Sé óskað frekari upplýsinga um starfið má beina þeim spurningum á sama netfang. Þá er bent á heimasíðu félagsins, sprettarar.is