miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Auðveldast að meta fótalyftu

25. apríl 2014 kl. 13:46

Helgi hugar að Fermingu með sitt fyrsta folald.

Helgi í Kjarri í viðtali.

Helgi Eggertsson, bóndi á Kjarri í Ölfusi, er í veglegu viðtali í Stóhestablaði Eiðfaxa sem kemur út eftir helgi. Hér er brot úr viðtalinu:

Þá berst talið að hvort stefnan sé rétt í ræktunarstarfinu og telur Helgi svo vera að mestu leyti en mikil áhersla sé þó á fótaburð. „Ég tel svona mikið talað um fótaburð því að hann er auðveldast að meta. Fólk þarf ekki mikla þekkingu eða reynslu til að vita hver lyftir mikið og hver lítið. Það krefst talsvert meiri þekkingar að meta mýkt, liðleika og takt, en nokkuð oft hittir maður fólk sem virðist rugla grundvallarhugtökum saman eða misskilja þau,” segir Helgi hugsi og telur lítið varið í hesta þar sem mýkt og fimi í skrokknum vanti.

Hann telur hestinn okkar vera fyrst og fremst reiðhest og við ættum að leggja mest upp úr því að gera hann góðan sem slíkan. Keppnin hafi stýrt ræktuninni of mikið en réttara væri að keppnin elti ræktunina.

Hægt er að gerast áskriftandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is