mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Atvinnutækifæri í Þýskalandi-

7. mars 2011 kl. 12:57

Atvinnutækifæri í Þýskalandi-

Í 7. tölublaði Eiðfaxa 2010 birtist grein um hestabúið Wirthsmühle í suður Þýskalandi. Angelika Wolf eigandi búsins hafði samband við Eiðfaxa á dögunum og sagði meðal annars frá að hún hefði mikinn áhuga á að fá til sín frumtamningamann og leiðbeinanda eða þjálfara og reiðkennara menntaðan á Hólum til starfa á búinu. Eins og sjá má í grein Eiðfaxa um búið, er um einkar fallegan og góðan búgarð að ræða sem bíður uppá frábæra vinnuaðstöðu og andrúmsloft. HÉR má sjá greinina. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið frekar geta sent póst á info@wirthsmuehle.de eða hringt í síma: 00498469541