þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Atvinnuknaparnir sáttir með sól í hjarta

30. júní 2014 kl. 12:29

Þrátt fyrir rok og rigningu eru félagarnir Viðar, Sigurður og Hinrik kampakátir.

,,Engin Brasilía en getum klætt okkur."

Stórknaparnir Hinrik Bragason, Sigurður Vignir Matthíasson og Viðar Ingólfsson eru ýmsu vanir þegar Landsmót er annars vegar. Þeir eru allir sammála um það að lítið sé hægt að gera annað en vera með sól í hjarta og gera sitt besta. Mótið fer vel af stað en allir knapar og hestar ríða við sömu aðstæður sem séu erfiðar eins veðrið er.

Allt rúllar samkvæmt áætlun að sögn Sigurðar og Viðar ,,spilar á pari” en Hinrik hefur ekki hafið keppni ennþá en fylgist með sínu fólki sem gangi vel.

,,Þetta er enginn Brasilía en við getum þó klætt okkur en þeir eru bara fastir í hitanum og geta ekkert farið,” segir Hinrik.