mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áttu óforbetranlegan lullara?

24. nóvember 2013 kl. 16:46

Lullari

Stikkorð

skeiðgenið  • gangráðurinn  • lull

Rannsóknir á gangráðinum halda áfram.

 

Rannsóknarhópur á vegum Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar (SLU) og Uppsalaháskóla (UU), undir stjórn Gabriellu Lindgren og Leifs Andersson, vinnur nú áfram að rannsóknum á gangráðinum svonefnda. Horft er til tölts og brokks og er tilgangurinn að reyna að skilja betur hvernig erfðir eru að baki gangeiginleikum, og hvort aðrir erfðaþættir en gangráðurinn hafi umtalsverð áhrif á gangeðli hrossa.

“Við leitum eftir hrossum, íslenskum á Íslandi, íslenskum erlendis, og sömuleiðis af öðrum hrossakynjum. Rannsóknirnar ná til tölts, skeiðs og brokks, sem og annars góðgangs sem finna má í hrossakynjum öðrum en íslenska hestinum. Eitt sem okkur er hugleikið er hvernig jafnvægið á milli brokks, skeiðs og tölts er. Hvað stýrir því hvaða gangur er eðlisgangur hvers hests? Til þess að geta haldið þessu áfram þá er nauðsynlegt að við fáum sýni úr hrossum, og að með sýninu fylgi góð lýsing á gangeiginleikum hrossins. Bæði því sem er gott og slæmt í ganginum,” segir Freyja Imsland, doktorsnemi í erfðafræði sem er meðlimur í rannsóknarteyminu í Uppsölum.

 

Þessa grein og mun meira af skemmtilegu efni má nálgast í nýjasta tölublaði Eiðfaxa

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is