miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Átta hryssur hljóta heiðursverðlaun í ár

4. nóvember 2014 kl. 12:00

Birta frá Hvolsvelli hlýtur heiðursverðlaun í ár. Mynd/laugarbakkar.is

Tvær Orradætur jafnar í efsta sæti.

Átta hryssur hljóta heiðursverðlaun í ár. Heiðursverðlaun hljóta hryssur með 116 stig eða hærra í aðaleinkunn kynbótamats og eiga a.m.k. 5 dæmd afkvæmi og hlýtur sú með hæstu aðaleinkunn Glettubikarinn.

Tvær Orradætur standa jafnar með 121 stig í aðaleinkunn kynbótamats og efstar.

Birta frá Hvolsvelli er fædd 1992 undan Orra frá Þúfu og Björk frá Hvolsvelli. Hún hlaut hæst 8,22 í aðaleinkunn á Landsmóti 1998. Dæmd afkvæmi hennar eru Bjartur frá Höfða (ae. 7,99) og Baldur  (ae. 7,76), Barði (ae. 8,51), Brynjar (ae. 8,25) og Blökk (ae. 8,29), öll frá Laugarbökkum. Ræktandi Birtu er Þormar Andrésson en Kristinn Valdimarsson er eigandi.

Samba frá Miðsitju er fædd 1998 undan Orra frá Þúfu og Kröflu frá Sauðárkróki. Hún hlaut 8,46 í aðaleinkunn þegar hún var sýnd á Landsmóti 2004. Dæmd afkvæmi Sömbu eru Samber (ae. 8,21), Hvessir (ae.8,34), Hlýja (ae.7,87), Lifun (ae. 8,37) og Brimrót (ae. 8,02), öll skráð frá Ásbrú. Ræktendur Sömbu er Jóhann Þorsteinsson og Sólveig Stefánsdóttir en eigandi er Vilberg Skúlason.

Bringa frá Feti er með 120 stig í aðaleinkunn kynbótamats. Bringa er fædd 1994, undan Orra frá Þúfu og Brynju frá Skarði. Hún hlaut hæst 8,66 í aðaleinkunn kynbótadóms árið 2000. Dæmd afkvæmi Bringu eru Birta frá Árbæ (ae. 8,00), Jörundur frá Feti (ae.8,07), Hella frá Feti (ae. 7,82), Brynja frá Árbæ (ae. 8,14) og Sena frá Feti (ae.8,20). Ræktandi Bringu er Brynjar Vilmundarson og eigandi hennar eru Hrossaræktarbúið Fet og G. Jóhannsson hf.

Gyðja frá Lækjarbotnum er einnig með 120 stig í aðaleinkunn kynbótamats. Gyja er fædd 1994 undan Baldur frá Bakka og Heklu-Mjöll frá Lækjarbotnum. Hæst hlaut Gyðja 8,38 í aðaleinkunn árið 2000. Dæmd afkvæmi Gyðju er Gídeon (ae. 8,48), Hera (ae. 8,09), Oddrún (ae. 8,12), Þórdís (ae. 8,21), öll frá Lækjarbotnum og Straumey frá Flagbjarnarholti (ae. 8,16). Ræktandi Gyðju er Þórunn Guðlaugsdóttir en eigendur eru Guðlaugur H. Kristmundsson og Bragi Guðmundsson.

Gletta frá Bakkakoti er einnig með 120 stig í aðaleinkunn kynbótamats. Gletta er fædd 1995 undan Óði frá Brún og Særósu frá Bakkakoti. Hún hlaut hæst 8,12 í aðaleinkunn kynbótamats árið 2003. Dæmd afkvæmi Glettu eru Glíma frá Bakkakoti (ae.8,58), Spá frá Eystra-Fróðholti (ae. 8,63), Arion frá Eystra-Fróðholti (ae. 8,91), Kórall frá Eystra-Fróðholti (ae. 8,13) og Gná frá Eystra-Fróðholti (ae. 8,41). Ræktandi og eigandi Glettu er Ársæll Jónsson.

Þula frá Hólum er með 119 stig í aðaleinkunn kynbótamats. Þula er fædd 1992, undan Kolfinni frá Kjarnholtum I og Þóru frá Hólum. Hæst hlaut hún 8,46 í aðaleinkunn kynbótadóms þegar hún var sýnd á Landsmóti árið 2000. Dæmd afkvæmi Þulu eru Gnípa frá Hólum (ae. 7,87), Grótta frá Hólum (ae.  7,73), Dalvar frá Horni (ae. 8,15), Ásgerður frá Horni (ae.8,28) og Marin frá Lækjarbrekku 2 (ae. 7,80). Ræktandi Þulu er Hólaskóli en skráður eigandi er Litlahorn ehf.

Sunna frá Akranesi er með 116 stig í aðaleinkunn kynbótamats. Sunna er fædd 1989 undan Blæ frá Höfða og Bylgju frá Sturlureykjum 2. Sunna hlaut 8,16 í aðaleinkunn þegar hún var sýnd í kynbótadómi árið 1996. Dæmd afkvæmi undan Sunnu eru Þota (ae. 8,31), Kjalar (ae. 7,99), Þruma (ae. 8,27), Þökk (ae. 8,00), Þjóð (ae. 8,34), Kvistur (ae. 8,58), Kostur (ae. 8,02), Kompás (ae.  8,43), Sunna (ae.  8,27) og Þorlfríður (ae.  8,41), öll skráð frá Skagaströnd. Ræktandi Sunnu er Jón Valdimarsson en eigandi hennar er Sveinn Ingi Grímsson.

Orka frá Hvammi er einnig með 116 stig í aðaleinkunn kynbótamats. Orka er fædd 1997 undan Otri frá Sauðárkróki og Löpp frá Hvammi. Orka fékk 8,15 í aðaleinkunn kynbótadóms á Landsmóti 2002. Dæmd afkvæmi Orku eru Ómur (ae. 8,61), Oliver (ae. 8,67), Nótt (ae. 7,93), Dögun (ae. 7,98) og Nútíð (ae. 8,13) öll frá Kvistum. Ræktandi Orku er Pétur Benedikt Guðmundsson en skráður eigandi er Kvistir ehf.

Eigendur heiðursverðlaunahryssna 2014 verða heiðraðir á hrossaræktarráðstefnunni sem fer fram næstkomandi laugardag.