þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Átta heiðursverðlaunahryssur-

26. október 2011 kl. 14:52

Átta heiðursverðlaunahryssur-

Fjöldi heiðursverðlaunahryssur eru óvenju margar í ár - átta talsins – og hafa þær gefið af sér margan glæstan gæðinginn, s.s. Garra frá Reykjavík, Álf frá Selfossi, Akk frá Brautarholti, Maríu frá Feti og Arnodd frá Auðsholtshjáleigu.

Meðfylgjandi er listi yfir þær hryssur sem hljóta verðlaunin í ár, en heiðursverðlaun hljóta hryssur með 116 stig eða hærra í aðaleinkunn kynbótamats og eiga a.m.k. 5 dæmd afkvæmi. (Innan sviga eru aðaleinkunnir afkvæma hryssanna.)

Verðlaunin verða veitt ráðstefnunni Hrossarækt 2011 á Hótel Sögu þann 19. nóvember nk.

IS1995287053 Gígja frá Auðsholtshjáleigu er í eigu Þórdísar Erlu Gunnarsdóttur. Gígja er undan Orra frá Þúfu og Hrafntinnu frá Auðsholtshjáleigu. Undan Gígju eru m.a. Hrafnar (8,30), Þóra Dís (7,87), Þórhildur (7,92), Hreggviður (8,35) og Hrafnadís (8,19 – öll frá Auðsholtshjáleigu. Aðaleinkunn kynbótamats Gígju er 127.

IS1995287055 Trú frá Auðsholtshjáleigu í eigu Gunnars Arnarssonar. Trú er undan Orra frá Þúfu og Tign frá Enni. Undan henni eru m.a. Arnoddur (8,51), Toppur (8,03), Tíbrá (8,34), Tór (8,18) og Tónn (8,43). Aðaleinkunn kynbótamats er 126.

IS1997287054 Vordís frá Auðsholtshjáleigu einnig í eigu Gunnars. Vordís er undan Orra frá Þúfu og Limru frá Laugavatni. Afkvæmi hennar eru ma.a Vá (7,89), Virðing (7,95), Væring (8,03), Breki (7,65), Vár (8,36) og Vild (8,12). Aðaleinkunn kynbótamats Vordísar er 124.

IS1996287660 Álfadís frá Selfossi í eigu Olil Amble. Álfadís er undan Adam frá Meðalfelli og Grýlu frá Stangarholti. Undan henni eru m.a. Álfur (8,46), Álfasteinn (8,54), Gandálfur (8,46) og Heilladís (8,32) kennd við Selfoss og Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum (8,24). Aðaleinkunn kynbótamats Álfadísar er 123.

IS1993277787 Þruma frá Hofi I er í eigu Þorláks Arnar Bergssonar. Þruma er undan Tvist frá Krithóli og Sölku frá Syðra-Skörðugili. Undan henni eru m.a. Mökkur (8,31), Þrá (8,16), Höttur (8,35), Þrenna (8,28) og Skuggi (8,23), öll frá Hofi I. Aðaleinkunn Kynbótamats Þrumu er 118.

IS1988258705 Askja frá Miðsitju er í eigu Snorra Kristjánssonar. Askja er undan Hervari frá Sauðárkróki og Snjáku frá Tungufelli. Meðal afkvæma hennar eru Akkur (8,57), Arður (8,49), Alda (8,31) og Aldur (9,25) kennd við Brautarholt, Askur frá Kanastöðum (8,44) og Ambátt frá Kanastöðum (8,33). Aðaleinkunn kynbótamats Öskju er 117.

IS1995288026 Ösp frá Háholti er í eigu Hrossaræktarbúsins Fets. Ösp er undan Þyt frá Hóli og Kylju frá Háholti. Undan henni eru m.a. sigurvegari í flokki 6 vetra hryssa á Landsmóti, María (8,49), Már (8,40), Aþena (7,86), Nafni (7,68), öll kennd við Fet og Salka frá Háholti (7,99). Aðaleinkunn kynbótamats Aspar er 116.

IS1990286305 Ísold frá Gunnarsholti er í eigu Berglindar Ágústsdóttur. Ísold er undan Brenni frá Kirkjubæ og Djörfung frá Gunnarsholti. Undan Ísold er Garri frá Reykjavík (8,77), Venus frá Reykjavík (8,33) ásamt Ísaki (8,31), Írisi (9,15) og Ísadór (7,77) öll frá Efra-Langholti. Aðaleinkunn kynbótamats Ísoldar er 116.

 

Hér er svo listi yfir heiðursverðlaunahryssur síðustu ára.

2010:
 • Þilja frá Hólum
 • Raun frá Húsatóftum
 
2009:
 • Þerna frá Arnarhóli
 • Þöll frá Vorsabæ II
 • Þerna frá Feti
 • Ljónslöpp frá Ketilsstöðum
 • Hryðja frá Hvítanesi
 
2008 - engin
 
2007:
 • Löpp frá Hvammi
 • Hera frá Herríðarhóli
 
2006:
 • Vigdís frá Feti
 • Vaka frá Arnarhóli
 • Ísold frá Keldudal
 • Hnota frá Stóra-Hofi
 • Lukka frá Víðidal
 • Dúkkulísa frá Dallandi