sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Atli Guðmundsson verður sýningarstjóri Stórsýningar FT

5. ágúst 2010 kl. 14:02

Atli Guðmundsson verður sýningarstjóri Stórsýningar FT

Í tilefni af 40 ára afmæli Félags Tamningamanna verður haldin STÓRSÝNING í Reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 11.september.

Sýningin mun samanstanda af fróðleik og fjöri þar sem margir af fremstu knöpum landsins koma fram ásamt glæsilegum gæðingum. Síðar um kvöldið verður svo blásið til afmælisveislu Félags Tamningamanna.
 
Sýningarnefnd hefur tekið til starfa og er í traustum höndum þeirra Antons Páls Níelssonar, Þórarins Eymundssonar og Atla Guðmundssonar sem jafnframt er sýningarstjóri. 
Sýningin verður öllum opin og eru hestaáhugamenn hvattir til þess að taka laugardaginn 11.september strax frá. Nánar auglýst síðar.