þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Athugasemd við pistil Andrésar Péturs

19. apríl 2013 kl. 11:03

Athugasemd við pistil Andrésar Péturs

Stjórn Félags hesthúseigenda í Víðidal vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd varðandi svar Andrésar Péturs við bréfi frá stjórn Fáks "Brekknaás 9 - gamla hundahótelið". 

Í svari sínu fullyrðir Andrés Pétur að meirihluti hestamanna í Víðidal séu ófélagsbundnir og gefur í skyn að til sé félag sem heitir "Víðidalsfélagið". 

Hesthúseigendur í Víðidal hafa með sér félag sem heitir "Félag hesthúseigenda í Víðidal" og er eins og nafnið gefur reyndar til kynna ekki hestamannafélag heldur húseigendafélag. 
Að sjálfsögðu gefum við okkur að félagsmenn í "Félagi hesthúseigenda í Víðidal" séu einnig félagar í Fáki. 

Virðingarfyllst Stjórn "Félags hesthúseigenda í Víðidal"