mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ástæðulaus ótti Austurríkismanna

21. júlí 2010 kl. 09:46

Gætu nýtt sér slagkraft Landsmóts

Guðmundur Sveinsson, formaður Léttfeta á Sauðárkróki, segir að ótti austurríkismanna og stjórnar FEIF um að Landsmót á Vindheimamelum næsta sumar dragi úr aðsókn á heimsmeistaramótið í Austurríki 2011 sé ástæðulaus. Austurríkismenn geti þvert á móti nýtt sér slagkraft Landsmóts ef menn taki höndum saman í markaðssetningu þessara tveggja viðburða.

Eins og fram hefur komið á hestaroghestamenn.is er ákvörðun um að halda Landsmót í Skagafirði næsta sumar í uppnámi. FEIF styður ekki lengur hugmyndina og hefur óskað eftir að mótið verði ekki haldið, eða að það verði kallað öðru nafni. Málið er í úttekt í Hestum og hestamönnum sem kemur út á morgun.

Hægt er að kaupa áskrift í síma 511-6622 eða á  slóðinni: http://www.vb.is/sida/18