miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ástfangin á Hólum

16. desember 2014 kl. 14:14

Íslandshestabúgarðurinn Haldane er á hentugum stað, sunnarlega í Ástralíu en þegar sumarhitinn verður samt allmikill er gott að kæla hesta og knapa í sjónum. Vinstra megin má sjá félagana Amy Haldane og Hauk frá Stuðlum.

Íslenskir sendiherrar í Ástralíu.

Þegar systurnar Amy og Thea Haldane tóku að sér það verkefni að sjá um 34 íslensk hross, við fráfall eiganda þeirra, vissu þær lítið um þessa einkennilegu skepnu. Þær þurftu því að viða að sér þekkingu um íslenska hestakynið, kosti þess og möguleika.

Amy skráði sig m.a. í Sumarskólann á Hólum og mætti þangað árið 2009, tilbúin í allt. „Þetta var frábær tími og ég lærði mikið,“ sagði Amy og bætti við að hún hefði að auki orðið ástfangin. „Af íslenskum fola auðvitað!“ Þetta var stóðhesturinn leirljósi, Haukur frá Stuðlum, sem fyrir vikið fór í mikið ferðalag yfir hálfan hnöttinn til að þjóna eigendum sínum og hryssum þeirra „down under.“

Grein um íslenska hesta í Ástralíu má nálgast í 12. tölublaði Eiðfaxa sem kemur út í næstu viku. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.