þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áskorendamót Riddara Norðursins

23. mars 2012 kl. 15:09

Áskorendamót Riddara Norðursins

Áskorendamót Riddara Norðursins fer fram  í reiðhöllinni Svaðastöðum 24. mars nk.

Fimm þrælsterk lið mæta til leiks þetta árið og stefna þau öll á sigur að er fram kemur í tilkynningu frá Riddurunum. Liðin eru:

  • Lið Riddaranna
  • Lið Lúlla Matt
  • Lið Narfastaða
  • Lið Vansleysu
  • Lið Skörðugils

Samkvæmt leikreglum Riddaranna er hvert lið skipað fjórum keppendum sem keppa í jafnmörgum greinum. Hver grein er riðin af einum keppanda úr hverju liði og eru aðeins riðin úrslit. Keppt er í fjórgangi, fimmgangi, tölti og skeiði.

Í fyrra sigraði lið Narfastaða og mun Bjarni liðsstjóri sjálfsagt ekki láta bikarinn af hendi baráttulaust.

Hörkuhross eru skráð til leiks, þar á meðal þeir Fróði frá Staðartungu og Andri frá Vatnsleysu, en þeir hafa báðir fengið 9 fyrir tölt og vilja og geðslag í kynbótadómi. 

Leikar hefjast kl. 20 og er aðgangseyrir 1000 kr.