miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áskorendamót Riddara Norðursins

29. mars 2014 kl. 11:08

Riddarar norðursins

Liðaskipan og ráslistar klárir

Áskorendamót Riddarar Norðursins verður haldið í reiðhöllinni Svaðastaðir laugardaginn 29. mars 2014.
Mótið hefst kl 20:00 og miðinn kostar 1000 kr. Áskorendamót Riddarana hefur verið haldið árlega síðan 2005, utan við eitt ár. Þetta er því áttunda mót Riddarana.

Liðin sem keppa í ár eru:
Riddarar Norðursins
Skörðugil
Lúlli Matt
Vatnsleysa
Bjargararnir

Narfastaðir fóru heim með bikarinn í fyrra en gátu ekki verið með í ár. Því er kynnt til leiks nýtt lið, lið Viðars Bragasonar frá Björgum í Eyjafirði, og bjóða Riddarar hann og hans lið velkomið. Liðin eru öll sterk og hestakostur frábær. Keppnin er mikil og til mikils að vinna.

Keppnisfyrirkomulag:
Riddarar Norðursins hafa skorað á 4 lið til keppni við sig. Keppt er í fjórgangi, fimmgangi, tölti og skeiði. Einungis eru riðin úrslit.

Einn knapi úr hverju liði keppir í hverri grein.

Riddarar Norðursins eru þekktir fyrir mikla gestristni og sönggleði,  þeir gera því sitt besta á hverju ári til að búa til gott mót og gera kvöldið sem skemmtilegast. Riddararnir vonast að sjálfsögðu til að sjá sem flesta í reiðhöllinni Svaðastaðir, því eins og sagt er þá er maður manns gaman og alltaf betra að hafa vígalega hesta til að horfa á.

Liðaskipan og ráslistar.
Fjórgangur

Riddari Lilja Pálmadóttir og Mói frá Hjaltastöðum
Lúlli Matt: Barbara Wenzl og Hrafnfinnur frá Sörlatungu
Syðra Skörðugil: Elvar Einarsson og Hlekkur frá Lækjamóti
Vatnsleysa: Björn Jónsson og Sindri frá Vatnsleysu
Bjargararnir: Björgvin Helgason og Perla frá Björgum

Fimmgangur

Riddari Sölvi Sigurðarson og Starkaður frá Stóru Gröf
Lúlli Matt: Þorbjörn H Matthíasson og Freyja frá Akureyri
Syðra Skörðugil: Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Fluga frá Álfhólum
Vatnsleysa:  Hörður Óli Sæmundarson og  Hreinn frá Vatnsleysu
Bjargararnir: Viðar Bragason og Sísí frá Björgum

Skeið

Riddari Friðgeir Ingi Jóhannsson og Hringagnótt frá Berglandi
Lúlli Matt: Matthías Eiðsson og Dulúð frá Tumabrekku
Syðra Skörðugil: Valdimar Bergstað og Týr frá Litla dal
Vatnsleysa: Ingólfur Helgason og Hraðsuðuketill frá Borganesi
Bjargararnir: Svavar Örn Hreiðarsson og Jóhannes Kjarval

Tölt

Riddari Baldur Sigurðsson og Daníel frá Vatnsleysu
Lúlli Matt: Þór Jónsteinsson og Gína frá Þrastarhóli
Syðra Skörðugil: Viktoría Eik Elvarsdóttir og Blær frá Kálfholti
Vatnsleysa:  Egill Þórarinsson og Spes frá Vatnsleysu
Bjargararnir: Sigmar Bragason og Sigurbjörg frá Björgum