miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áskorendamót Riddara Norðursins næstu helgi

8. mars 2011 kl. 17:14

Áskorendamót Riddara Norðursins næstu helgi

Áskorendamót Riddara Norðursins fer fram í reiðhöllinni Svaðastaðir, laugardaginn 12. mars nk.

Áskorendamótið er árlegur viðburður haldinn af félagsskapnum Riddarar Norðursins sem skora á fjögur lið til að koma og keppa við sig í fjórgangi, fimmgangi, tölti og skeiði. Í fyrra sigraði lið Riddara Norðursins með litlum mun og segir í fréttatilkynningu frá félagsskapnum að það leiki engin vafi á því að hart verði barist um bikarinn í ár.

Þau lið sem mæta liði Riddara Norðursins í ár eru lið Lúlla Matt úr Eyjafirðinum, lið Þyts þar sem liðstjóri er Tryggvi Björns, lið Narfastaða og lið Vatnsleysu.

Áskorendamót Riddara Norðursins hefst kl. 20 og miðaverð á mótið er 1000 kr.