miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áskorendamót Riddaranna

31. mars 2014 kl. 09:35

Riddarar norðursins

Niðurstöður

Áskorendamór Riddaranna var haldið á laugardagskvöldið sl. eins og hefur verið undanfarin ár.  Vegna forfalla var lið Narfastaða ekki með í ár eins og hefur verið undanfarin ár en þá var leitað til Viðars á Björgum og hann reddaði því og mætti hann með hörkulið sem var að sjálfsögðu ekki kallað annað en Bjargararnir.

Eftir hörku keppni þá leit út fyrir að Riddarar Norðursins myndu hampa bikarnum þetta árið, en þegar Riddari Baldur missti skeifu í yfirferðinni á töltinu, sem var síðasta keppnisgreinin, og þurfti að hætta keppni þá var ljóst að sá draumur var úti.  Það voru því Bjargarnir sem hrepptu bikarinn þetta árið og áttu þeir það fyllilega skilið og stóðu vel undir nafngiftinni.

Áskorendamót Riddara Norðursins - Úrslit

Fjórgangur

1. Riddari Lilja Pálmadóttir og Mói frá Hjaltastöðum       7,03
2. Syðra Skörðugil: Elvar Einarsson og Hlekkur frá Lækjarmóti 6,53
3. Lúlli Matt: Barbara Wenzl og Hrafnfinnur frá Sörlatungu      6,30
4. Vatnsleysa: Björn Jónsson og Sindri frá Vatnsleysu     6,23
5. Bjargararnir: Björgvin Helgason og Perla frá Björgum 6,20

Fimmgangur

1. Bjargararnir: Viðar Bragason og Sísí frá Björgum         6,55
2. Riddari Sölvi Sigurðarson og Starkaður frá Stóru Gröf  6,40
3. Lúlli Matt: Þorbjörn H Matthíasson og Freyja frá Akureyri    6,24
4. Syðra Skörðugil: Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Fluga frá Álfhólum      6,17
5. Vatnsleysa:  Hörður Óli Sæmundarson og  Elliði frá Hrísdal 5,95

Skeið

1. Bjargararnir: Svavar Örn Hreiðarsson og Jóhannes Kjarval   5,09
2. Syðra Skörðugil: Valdimar Bergstað og Týr frá Littla dal       5,28
3. Riddari Friðgeir Ingi Jóhannsson og Hringagnótt frá Berglandi  5,73
4. Vatnsleysa:  Ingólfur Helgason og Hraðsuðuketill frá Borganesi  6,00
5. Lúlli Matt: Matthías Eiðsson og Dulúð frá Tumabrekku        0,00

Tölt

1. Vatnsleysa:  Egill Þórarinsson og Spes frá Vatnsleysu          7,33
2. Lúlli Matt: Þór Jónsteinsson og Gína frá Þrastarhóli    6,83
3. Syðra Skörðugil: Viktoría Eik Elvarsdóttir og Blær frá Kálfholti      6,50
4. Bjargararnir: Sigmar Bragason og Sigurbjörg frá Björgum    6,50
5. Riddari Baldur Sigurðsson og Daníel frá Vatnsleysu    4,28

Liðakeppnin

1. Bjargararnir
2. Riddarar Norðursins
3. Syðra Skörðugil
4. Lúlli Matt
5. Vatnsleysa