miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áskell nýráðinn framkvæmdarstjóri Landsmóts

8. maí 2015 kl. 16:12

Lárus Ástmar Hannesson formaður LH og stjórnar LM og nýráðinn framkvæmdarstjóri Áskell Heiðar.

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal næsta sumar.

Í dag var Áskell Heiðar Ásgeirsson ráðinn framkvæmdarstjóri Landsmóts hestamanna sem fram fer á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði 27. júní – 3. júlí 2016. 

Áskell Heiðar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands, er með Diplómu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ og MA gráðu í ferðamálafræði og viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og Leeds Metropolitan University.  Áskell Heiðar er sjálfsstætt starfandi viðburðaskipuleggjandi hjá eigin fyrirtæki, auk þess að kenna viðburðastjórnun og ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands.

Áskell Heiðar hefur mikla reynslu af skipulagi ýmiskonar viðburða, hann var sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á árunum 2003-2012 og hafði þar m.a. umsjón með ferðamálum, kynningarmálum, atvinnumálum og skipulagi viðburða.  Hann hefur áður komið að skipulagi Landsmóts hestamanna, í Skagafirði árið 2011. Þá hefur hann frá árinu 2005 annast skipulag eigin tónlistarhátíðar, Bræðslunnar á Borgarfirði eystra og stendur ásamt fleirum fyrir nýrri tónlistarhátíð í Skagafirði í næsta mánuði.

Áskell Heiðar er búsettur í Skagafirði, kvæntur Völu Báru Valsdóttur deildarstjóra í Árskóla og eiga þau fjórar dætur.